Um fyrirtækið
Forsíða | Fyrirspurnir | Þjónusta | Stálþilshús
Landnemar ehf.
Landnemar ehf. eru fjölskyldufyrirtæki. Eigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins er
Margrét Sigurgeirsdóttir og sonur hennar Tryggvi Sigurðsson tölvunarfræðingur
er framkvæmdastjóri. Auk þeirra vinna fyrir fyrirtækið eiginmaður Margrétar,
Sigurður Björnsson rekstrarfræðingur og dæturnar Kristín Sigurðardóttir kennari
og Birna María Sigurðardóttir. Fyrirtækið starfar á þremur sviðum. Það flytur inn forsmíðuð
stálþilshús og ýmsar byggingarvörur frá Quebec í Kanada  en veitir einnig ráðgjöf og þjónustu
á sviði hugbúnaðargerðar og margmiðlunar og flytur inn auglýsinga- og kynningarvörur.
Fyrirtækið hefur ekki fasta starfsmenn utan fjölskyldunnar.
Landnemafjölskyldan
Talið frá vinstri:
Sigurður, Margrét, Birna María, Tryggvi og Kristín.
Við bjuggum lengi norður í Ólafsfirði. Það er tilvalið að skoða
Ólafsfjarðarvefinn og kynnast þessum fallega bæ norður
á Tröllaskaga: http://www.olafsfjordur.is .
Fjölskyldan flutti í Kópavog árið 1996. Kópavogur er sá bær á landinu sem mest hefur
vaxið undanfarin ár. Heimsækið Upplýsingavef Kópavogsbæjar og kynnist þessu framsækna
bæjarfélagi: http://www.kopavogur.is .

Forsíða | Fyrirspurnir | Þjónusta | Stálþilshús

E-mail: landnemar@landnemar.is